Back to Search Results
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Entry Level
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Við leitum að lausnamiðuðum og skipulögðum umsjónarmanni vöru og varahluta til að leiða og samhæfa efnisstjórnun á starfssvæðinu okkar. Umsjónarmaðurinn verður lykiltengiliður milli viðhalds, vöruhúss og innkaupa og tryggir að nauðsynlegir varahlutir séu tiltækir til að lágmarka truflanir í rekstri.

Helstu verkefni

  • Leiða efnisstjórnun á staðnum og vera tengiliður við aðalteymi.
  • Viðhalda góðum samskiptum milli viðhalds, vöruhúss og innkaupadeilda.
  • Koma á framfæri þörfum og áskorunum staðarins við efnisstjórnunarhópinn.
  • Innleiða og styðja við REX (Reliability Excellence) og önnur umbótaverkefni.
  • Leysa flókin vandamál sem tengjast framboði og afhendingu á skilvirkan og árangursríkan hátt.

Hæfniskröfur

  • Iðnmenntun eða sambærileg menntun er æskileg.
  • Reynsla af efnisstjórnun, birgðahaldi eða skyldum störfum.
  • Þekking á viðhalds- og rekstrarferlum er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Sterk skipulagshæfni og góð samskiptahæfni.
  • Mikil öryggisvitund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.

Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Halldór Viðarsson, sérfræðingur í mannauðsmálum, í tölvupósti agust.vidarsson@alcoa.com

Hægt er að sækja um starfið á Alcoa.is.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum, 8. júní.

-----------------------------------------------------------------------

We are looking for a proactive and organised Materials Coordinator to lead and coordinate materials management at our site. The Materials Coordinator will serve as the key contact between maintenance, warehousing, and procurement, ensuring that critical parts are available to minimise operational disruptions.

Key Responsibilities

  • Lead on-site materials management and act as the liaison with the central team.
  • Maintain strong communication between maintenance, warehouse, and procurement departments.
  • Represent local needs and challenges to the broader materials management organisation.
  • Promote and implement REX (Reliability Excellence) and other improvement initiatives.
  • Resolve complex supply and delivery issues efficiently and effectively.

Qualifications

  • Industry education or similar is preferred
  • Experience in materials coordination, inventory management, or a related field.
  • Familiarity with maintenance and operational processes is a plus.
  • Initiative and independence in work practices
  • Strong organisational and communication skills
  • High safety awareness and interpersonal skills

Alcoa Fjarðaál is a large and lively workplace that never sleeps. Together we create export value safely and responsibly, 24 hours a day, every day of the year. Alcoa Fjarðaál offers competitive wages and less duty than is generally known, and the staff's facilities are exemplary. Safety and health are always a priority in the workplace and opportunities for training, education, and professional development are plentiful.

Alcoa's values are Integrity, Excellence, Care, and Courage.

Following Alcoa Fjarðaál´s Equal Employment Opportunity Policy and the Icelandic Gender Equality Act No. 150/2020, individuals of all genders are encouraged to apply.

For more information, please contact Ágúst Halldór Viðarsson, Talent Acquisition Specialist, by email at agust.vidarsson@alcoa.com.

You can apply for the job at Alcoa.is.

The application deadline is up to and including Sunday, June 8th.

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website