Alcoa Job - 49352489 | CareerArc
  Back to Search Results
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Entry Level
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Framleiðslusérfræðingur  í tækniteymi kerskála

Alcoa Fjarðaál leitar að háskólamenntuðum sérfræðingi til starfa í tækniteymi kerskála. Starfið er fjölbreytt en verkefnin miða að því að þróa framleiðsluferli með umbótum á búnaði og verklagi. Meginmarkmið tækniteymisins er að hámarka framleiðni í álframleiðslunni á öruggan, vinnuvistvænan og umhverfisvænan hátt.

Ábyrgð og verkefni

  • Bestun framleiðsluferla
  • Þróun vél- og hugbúnaðar                        
  • Þróun gagnadrifinna og sjálfvirkra lausna
  • Lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa
  • Tryggja stöðugar umbætur
  • Innleiðing og eftirfylgni breytinga                      
  • Styðja og þjálfa aðra starfsmenn

Menntun, hæfni og reynsla

  • Háskólamenntun sem nýtist í starf svo sem verkfræði, tæknifræði eða tölvunarfræði
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Reynsla af gagnagreiningu er kostur
  • Reynsla af álframleiðslu er kostur

Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.

 

Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Yngvadóttir, tæknistjóri kerskála í gegnum netfangið valgerdur.yngvadottir@alcoa.com eða í síma 843 7774.


Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is.

Umsóknarfrestur er til og með 26. Maí 2024

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd og jafnrétti kynjanna.  Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.   Við störfum í vinnuumhverfi sem einkennist af virðingu fyrir einstaklingnum, er án aðgreiningar og er opið fyrir breytingum og nýjum hugmyndum, og allir hafa jöfn tækifæri til að ná árangri í starfi. Sem starfsmaður Alcoa Alcoan hefur þú vald til að móta starfið, teymið og umheiminn, til að gera þau betri.  Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website