Alcoa Job - 49474093 | CareerArc
  Search for More Jobs
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Entry Level
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Ástandsgreiningatæknir

Ástandsgreiningateymi Alcoa Fjarðaáls leitar að öflugum liðsmanni með góða þekkingu á vélbúnaði og hæfni til að vinna úr gögnum. Teymið framkvæmir ástandsgreiningar á vélbúnaði með það að markmiði að greina bilanir áður en þær valda rekstrartruflunum.

Ábyrgð og verkefni

  • Framkvæma ástandsgreiningar á vélbúnaði
  • Greining bilana
  • Reglubundin vinna út um allt svæði
  • Titringsmælingar
  • Hátíðnihljóðmælingar
  • Straumrásarmælingar á rafmótorum (MCA)
  • Hitamyndatökur
  • Olíugreiningar.

Hæfni og reynsla

  • Iðnmenntun á véla- eða rafmagnssviði eða önnur hagnýt menntun
  • Sterk öryggisvitund
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af bilanagreiningu tækja er kostur          
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvukunnátta

Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.

Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Ásmundsson í gegnum tölvupóst thorarinn.asmundsson@alcoa.com eða í síma 843-7968.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is.

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 8. október 2024

Condition Monitoring Technician

Alcoa Fjarðaál's condition monitoring team seeks a highly collaborative individual with good hardware knowledge and the ability to process data efficiently. The team conducts regular condition analyses on hardware to identify faults before they lead to operational interruptions.

Roles and Responsibilities

  • Conducting condition analysis
  • Data handling and analysis
  • Regular work on equipment throughout the area
  • Vibration tests
  • High-frequency sound measurements
  • Motor Circuit Analyses (MCA)
  • Thermal imaging
  • Oil analysis

Skills and experience

  • Vocational training in mechanical or electrical fields or equivalent practical education
  • Strong focus on security
  • Excellent interpersonal communication skills and a positive mindset
  • Ability to work independently and take initiative
  • Prior experience in troubleshooting devices is beneficial
  • Proficiency in both Icelandic and English
  • Strong computer skills

Alcoa Fjarðaál is a large and vibrant workplace that operates around the clock. We work together to create export value in a safe and responsible manner, 24 hours a day, every day of the year. Alcoa Fjarðaál offers competitive wages, manageable work schedules, and excellent staff facilities. Safety and health are always our top priorities, and we provide ample opportunities for training, education, and professional development.

Alcoa's values are integrity, excellence, care, and courage.

More information is available from Þórarinn Ásmundsson by e-mail at thorarinn.asmundsson@alcoa.com or by phone at 843-7968.

In accordance with Alcoa Fjarðaál's Equal Employment Opportunity Policy and the Icelandic Gender Equality Act No. 150/2020, individuals of all genders are encouraged to apply.

For applications, please refer to www.alcoa.is

The application deadline is up to and including the 8th of October 2024.

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website